Veiðisvæðin

Tenglar

4. svæði

Fjórða svæði nær frá Bjarglandsárósi alla leið að brú á Selfljóti nærri Hjaltastað. Frá Borgarfjarðarvegi er ekinn vegur 943, rúmlega 30 km frá Egilsstöðum. Náttúrufegurð er einstök á þessum slóðum þar sem fljótið liðast í bogum og sveigum meðfram Blánum, víðáttumiklu ósnortnu votlendi, auðugu af margs kongar fuglum. Útsýni er yfir fagra stuðlabergsdranga nær og til Dyrfjalla fjær. Veiðistaðir á svæðinu eru Hólmahylur (10), Klapparhylur (11), Þjófaklettahylur (12), Höfðahylur (13) og Brúarhylur (14). Best er að nálgast fljótið við eyðibýlið Klúku að norðanverðu og eyðibílið Jórvíkurhjáleigu að austan. Einnig er gott að nálgast bæði svæðið frá brúnni sem áður var nefnd og skilur milli 4. og 5. svæðis. Veiðin er fyrst og fremst urriði og bleikja.