Veiðisvæðin

Tenglar

2. svæði

Svæðið tekur við þar sem fyrsta svæði endar og nær að ósi Bjarglandsár. Jökulsá, sem fellur í Selfljót að austanverðu, tilheyrir líka þessu svæði.

Brúarhylur (3) er ofan við gamla brúarstæðið (sjá lýsingu á 1. svæði). Urðarhylur (4) er nokkru innar austanmegin og sé enn gengið inn með fljótinu að austanverðu kemur maður að Hrafnabjörgum, gömlu býli þar sem nú stendur sumarhús. Þar innan við fellur Jökulsá í Selfljót og er hylur í ósnum (5). Í Jökulsánni (6), sem er ágætlega væð, eru fjölmargir skemmtilegir veiðistaðir. Um 30 mínútna gangur er frá vegi að Hrafnabjörgum og er leiðin sérlega skemmtileg, undir háum björgum. Sé aftur á móti farið inn með Selfljóti að norðanverðu er veiðistaður þar sem sandeyri gengur út í fljótið á móts við innstu klettana og af annari sandeyri neðan við Bjarglandsárós. Einnig má veiða í Jökulsáróshylnum frá þessum bakka. Veiðin er mest bleikja.